Laugardaginn 24. febrúar næstkomandi, mun kvennakórinn Vox feminae halda tónleikana Veginn man hún í Veröld – húsi Vigdísar. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00.
 
Á efnisskrá eru íslensk þjóðlög, sönglög og sálmar frá ýmsum tímum en einnig mun kórinn frumflytja verk Svanfríðar Hlínar Gunnarsdóttur „Af ást og öllu hjartaʺ. Verkin verða flutt án undirleiks. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir.
 
Hægt er að nálgast miða hjá kórfélögum en einnig verða miðar seldir við inngang á tónleikadegi. Miðaverð er 2.500 krónur.