Miðvikudaginn, 16. maí næstkomandi, mun kvennakórinn Vox feminae halda tónleikana Ave Maria í Háteigskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Á efnisskrá eru Maríubænir og ýmsir sálmar auk þess sem kórinn mun flytja kafla úr Missa. Op. 187 eftir Josef G. Rheinberger. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir og Guðný Einarsdóttir leikur á orgel.

Kvennakórinn Vox feminae er 25 ára um þessar mundir og eru tónleikarnir liður í dagskrá afmælisárs.

Hægt er að nálgast miða hjá kórfélögum og á tix.is en einnig verða miðar seldir við inngang á tónleikadegi. Miðaverð er 2.500 kr.