Félagar í Vox feminae bíða nú spenntar eftir að starfsemi vetrarins hefjist, enda mörg spennandi verkefni sem bíða. Fyrsta æfingin verður miðvikudaginn 9. september og helgina 26. og 27. september setjum við stefnuna á Skálholt þar sem við ætlum að dvelja við æfingar og skemmtun heila helgi. Fyrsta stóra verkefni vetrarns eru svo madrigala tónleikar sem haldnir verða þann 14. október. Við segjum að sjálfsögðu nánar frá því síðar!

Starfið í vetur mun þó fyrst og fremst mótast af fyrirhugaðri Ítalíuferð í júní á næsta ári. Dagskrá ferðarinnar er að taka á sig mynd en ljóst er að þar bíða okkar mikil ævintýri. Mörg stærri og smærri verkefni bíða okkar í vetur því ólíklegt er að nein lágdeyða verði yfir starfinu frekar en endranær!