HJALLAKIRKJU Kópavogi 14. október 2015 kl. 20:30
Stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir
Sembal: Guðný Einarsdóttir
Blokkflauta: Helga Aðalheiður Jónsdóttir

Á tónleikunum í Hjallakirkju mun Vox feminae flytja dægurtónlist frá 16. öld. Madrigalar voru nokkurs konar dægurlög miðalda, en söngvarnir voru alla jafna ástar- og tregaljóð. Á miðöldum var flutningur þeirra oftast í höndum þjálfaðra tónlistarmanna sem sungu saman í litlum hópum sem oft voru eingöngu skipaðir konum. Á þessum tíma var konum meinað að syngja í kirkjum og þar af leiðandi voru þetta oft einu tækifæri kvenna til að iðka tónlist sína. Vox feminae finnst við hæfi að gera þessari tegund tónlistar hátt undir höfði, nú þegar við minnumst 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.

Tónleikarnir í Hjallakirkju hefjast kl. 20:30.
Miðaverð er kr. 2900 og miðasala er við innganginn og hjá kórfélögum.