Vetrarstarf Vox feminae hefst með fyrstu kóræfingunni miðvikudaginn 9. september kl. 18:30. Sumarið hefur verið viðburðaríkt að vanda, við höfum sungið við brúðkaup, jarðarfarir og afmæli, auk þess að syngja við Söngskólann í Reykjavík á Menningarnótt. Þá tóku nokkrir kórfélagar þátt í kórstjóranámskeiði í Skálholti.
Við ætlum að sjálfsögðu að standa fyrir öflugu starfi í vetur og munum skýra nánar frá því hér á síðunni síðar.