Nokkrir félagar úr Vox feminae tóku þátt námskeiði fyrir stjórnendur barna- og kvennakóra sem haldið var í Skálholti dagana 14. til 16. ágúst síðastliðinn. Leiðbeinendur á námskeiðinu, sem haldið var á vegum Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar, voru þær Sibyl Urbancic og Margrét J. Pálmadóttir. Kórfélagar voru í hlutverki æfingakórs fyrir þátttakendur á námskeiðinu, en því lauk með söng við messu í Skálholtsdómkirkju á sunnudeginum. Þetta var afar lærdómsríkt og skemmtilegt fyrir kórfélaga enda mikið sungið þá þrjá daga sem kórinn dvaldi í Skálholti.