Kvennakórinn Vox feminae heldur sína árlegu aðventutónleika í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 14. desember ásamt systurkórkum sínum Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur.
Að þessu sinni er um sérstaka hátíðartónleika að ræða sem hefjast kl. 20:30 og eru þeir til styrktar sönghúsinu Domus Vox. Tónleikagestir fá heiðursnafnbótin Verndarenglar Domus Vox og auk miða á hátíðartónleikana er þeim boðið í opið hús í Sönghúsið á Laugavegi 116 þann 18. febrúar n.k. þar sem starfsemin verður kynnt og kórar hússins og einsöngvarar taka lagið ásamt gestum. Fyrir hátíðartónleikana og opna húsið í febrúar greiða Verndarenglar 5.000 krónur.
Tónleikarnir heita “Kom ljóssins engill”.Þar koma fram kvennakórarnir Vox feminae, Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur, samtals yfir 200 söngkonur. Einsöngvarar eru Hanna Björk Guðjónsdóttir og Maríus Sverrisson. Listrænn stjórnarndi og aðalstjórnandi tónleikanna er Margrét J. Pálmadóttir.
Þeir sem ekki hafa tök á að gerast Verndarenglar eða eiga ekki heimangengt á þessum tíma, geta sótt aðventutónleika í Hallgrímskirkju sama dag kl. 18. Aðgangseyrir á þá tónleika er 3.000 krónur í forsölu.
Vonandi hefur þú tök á að styðja það öfluga starf sem fram fer í Domus Vox!
Miðasala á hátíðartónleikana er hjá kórfélögum hjá hjá Domus Vox, sími 511 3737 og http://www.domusvox.is/