Kvennakórinn Vox feminae heiðrar stofnanda og stjórnanda kórsins Margréti Jóhönnu Pálmadóttur með tónleikunum Vínarvor við Tjörnina er haldnir verða í Iðnó laugardaginn 2. apríl n.k. klukkan 16:00. Tilefnið er sextíu ára afmælismánuður Margrétar og hugrenningar um tónlistaruppeldið er hún hlaut og naut í Vínarborg á árunum 1976 – 1981. Á tónleikunum verða einnig stórkostlegir listamenn er leika saman í kvartettinum Salon Íslandus undir stjórn Sigurðar I. Snorrasonar og söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir. Saman myndar hópurinn dásamlega sveiflu í ¾ með þekktum völsum og öðrum sígildum tónverkum Schuberts, Brahms, Strauss og fleiri tónskálda hins frjósama tíma 19.aldar auk verka annarra yngri skálda. Miðasala er við innganginn og á miði.is en auðvitað eru  miðar  alltaf á betra verði hjá kórfélögum