„Ein stjarna hljóð á himni skín“  er yfirskrift jólatónleika Stúlknakórs Reykjavíkur, Aurora, Cantabile og Vox feminae í Hallgrímskirkju, miðvikudaginn 14. desember kl. 20:00

Þessir árlegu jólatónleikar kóra sönghússins Domus Vox og Margrétar J. Pálmadóttur eru í margra huga ómissandi hluti aðventunnar, en þar koma fram um 200 stúlkur og konur á öllum aldri. Á tónleikunum gefst áheyrendum kostur á að upplifa fallega jólastemmningu í hinum einstaka hljómi og notalegu umhverfi Hallgrímskirkju.

Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og verða þar meðal annars flutt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Huga Guðmundsson og Ole Gjeilo, í bland við þekkt jólalög sem allir elska.

Að þessu sinni njóta kórarnir liðsinni frábærra listamanna, þeirra Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu, Guðnýjar Einarsdóttur organista, Arngunnar Árnadóttur klarínettuleikara og Matthíasar Stefánssonar fiðluleikara.

Listrænn stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir.

Miðaverð við innganginn er 5.000 krónur en í forsölu hjá kórfélögum og á tix.is er miðaverðið kr. 4.000,-.