Við eigum afmæli í dag!
Vox feminae fagnar í dag 26 ára afmæli kórsins. Við erum þakklátar öllum þeim sem tekið hafa þátt í starfi kórsins í gegnum tíðina og hlökkum til nýrra og spennandi verkefna. Næsta verkefni Vox feminae er þátttaka í sameiginlegum jólatónleikum kóra Domus Vox sem haldnir verða í Hallgrímskirkju þann 3. desember.

Þessi mynd af kórnum var tekin á málþingi sem kórinn stóð fyrir í Veröld nýverið, en á henni má sjá bæði Margréti Pálmadóttur, stofnanda kórsins og stjórnanda til 25 ára, og Hrafnhildi Árnadóttur Hafstað sem tók við stjórn kórsins um síðustu áramót.