Við Vox-konur erum afar stoltar af því að hafa verið beðnar að taka þátt í dagskrá Reykjavík Global Forum Women ráðstefnunnar sem að nú fer fram í Hörpu https://www.facebook.com/WomenLeadersGF/ . Í hádeginu í dag tókum við lagið í “Himnastiganum” þar sem ráðstefnugestum gafst kostur á að syngja með. Sá gjörningur verður endurtekinn á morgun, auk þess sem að við munum syngja við verðlaunaafhendingu seinni partinn. Mikill heiður að fá að vera í hópi þessara frábæru kvenna!