Vox feminae byrjar vetrarstarf sitt af krafti en kórinn tók því rólega í sumar eftir miklar annir á vorönninni, þar sem hæst bar frábær  Ítalíuferð kórsins!

Fyrsta æfing vetrarins verður miðvikudaginn 14. september en þá hefjast æfingar fyrir helsta  verkefni vetrarins, tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpunni í byrjun nóvember næstkomandi.  Meira um það síðar!  

Kórinn mun einnig syngja á Caritas tónleikum  í Kristskirkju þann 20. nóvember þar sem við munum koma fram með Þóru Einarsdóttur og Kristjáni Jóhannssyni. Í desember tökum við svo þátt í stórtónleikum Frostrósa sem að þessu sinni verða haldnir í Hörpunni, en Frostrósir fagna nú 10 ára afmæli sínu og því verður mikið um dýrðir.

Við munum svo finna okkur eitthvað skemmtilegt til dundurs þess á milli – eins og að rifja upp tónfræðina, sækja söngtíma og eiga skemmtilegar stundir saman.

Vox feminae er því strax farinn að hlakka til vetrarins, sem eins og ávallt mun færa okkur mörg ný og spennandi verkefni.

 

Myndin var tekin af Vox feminae framan við Markúsarkirkjuna í Feneyjum í sumar, eftir að kórinn hafði lokið vel heppnuðum söng við sunnudagsmessu.