Vox feminae mun koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Hörpunni 3. og 4. nóvember næstkomandi. Fluttar verða Pláneturnar eftir Gustav Holtz, undir stjórn Rumon Gamba. Vox feminae tók einnig þátt í flutningi þessa verks síðast þegar Sinfóníuhljómsveitin flutti það, í nóvember 1998.

Pláneturnar eru glæsilegt hljómsveitarverk, en þessa lýsingu er að finna á vef Sinfoníunnar. 

     Á ferð um himinhvolfin
    Pláneturnar eftir Gustav Holst eru eitt glæsilegasta hljómsveitarverk 20. aldar. Hér er sjö reikistjörnum
    lýst í tónum með sérlega áhrifamiklum hætti, allt frá ágengum upphafskaflanum (Stríðsboðinn Mars) til
    dulúðlegs lokaþáttarins (Hinn dulræni Neptúnus) þar sem kvennakór bætist við í fjarska. Tónlistin hefur
    hljómað í fjölmörgum kvikmyndum og verið tónskáldum eins og John Williams innblástur í eigin tónsmíðum.
    Þetta magnaða verk hljómar nú á Íslandi í fyrsta sinn í meira en áratug.

Nánari upplýsingar um tónleikana er að finna hér:  http://www.sinfonia.is/tonleikar/nr/1055

Vox feminae hvetur alla vini og velunnara til að tryggja sér miða sem fyrst, en næstum uppselt er á fyrri tónleikana og sætum farið að fækka á þeim síðari.