Dagana 13. til 20. júní næstkomandi heldur kvennakórinn Vox feminae í langþráða tónleikaferð til Ítalíu.
 
Í tilefni ferðarinnar verða haldnir kveðjutónleikar í Dómkirkjunni mánudaginn 30. maí. Tónleikarnir bera yfirskriftina “Yl og trú andar þú” en á efnisskránni eru trúarleg verk eftir íslenska og erlenda höfunda, verk sem hljóma munu í ítölskum kirkjum og tónleikasölum.  Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir og undirleikari er Antonía Hevesi.
 
Á Ítalíu mun Vox feminae halda tónleika í Verona, Piacenza og í Feneyjum, þar sem kórinn mun einnig syngja við messu í Markúsarkirkjunni. Þá mun kórinn taka lagið við nokkur önnur tilefni á ferðalaginu. Margrét Pálmadóttir nam söng á Ítalíu og hefur hún staðið fyrir ferðum þangað sem margir kórfélagar hafa tekið þátt í.  Þetta er hins vegar fyrsta formlega söngferð Vox feminae til Ítalíu.
 
Tónleikarnir á mánudaginn hefjast kl. 20, forsala aðgöngumiðasala er er hjá kórfélögum og í síma 863 4404. Miðaverð er 2.000 krónur.