Sunnudaginn 6.maí kl 14.00 mun kvennakórinn Vox feminae syngja við messu í Skálholtskirkju en kórinn verður í æfingabúðum í Skálholti um helgina. Prestur í messunni verður sr. Egill Hallgrímsson.

Vox feminae hefur þegar hafið undirbúning fyrir nokkur spennandi verkefni sem bíða okkar á næsta ári, svo sem flutning á messu sem Bára Grímsdóttir hefur samið sérstaklega fyrir kórinn, tónleika með trúarlegum verkum í samstarfi við Gunnar Gunnarsson og Sigurð Flosason og fleiri spennandi verkefni. Kórinn mun flytja hluta þessara verka við messuna og í kirkjunni eftir að messu lýkur.