Domus vox heldur tvenna tónleika í Norðurljósasal Hörpu á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl kl. 14 og 16. Inntak tónleikanna er óður til lands og þjóðar þar sem sumarkomunni er fagnað með flutningi úrvals íslenskra söng- og ættjarðarlaga. Listrænn stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir sem færir nú fram það fjölskrúðuga menningarstarf sem Sönghúsið Domus vox hefur fóstrað. Einsöngvarar sönghússins, kvennakórarnir Vox feminae og Cantabile ásamt Stúlknakór Reykjavíkur stilla saman strengi sína og syngja við undirleik hljómsveitar Agnars Más Magnússonar.

Afar spennandi tónleikar sem enginn má missa af!  Miðasala er hjá kórfélögum og á midi.is.