Vox feminae og Stúlknakór Reykjavíkur munu syngja á Sálmafossi í Hallgrímskirkju á Menningarnótt í tengslum við Kirkjulistahátíð. Dagskráin hefst kl. 19:30 og stendur í um hálfa klukkustund. Við hvetjum gesti Menningarnætur til að draga sig út úr skarkala miðbæjarins stutta stund og hlýða á fagra tóna í Hallgrímskirkju.

Vox feminae mun svo eftir sönginn í Hallgrímskirkju ganga niður Skólavörðustíginn og taka lagið á nokkrum stöðum í miðborginni.

 

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um dagskrá Kirkjulistahátíðar á Menningarnótt:

http://www.kirkjulistahatid.is/#!24-gst–24th-august/c1vxe