Það eru miklar breytingar framundan í starfi Vox feminae því Margrét Pálmadóttir, sem stjórnað hefur kórnum frá upphafi, hefur ákveðið að einbeita sér að því kröftuga starfi sem hún stendur fyrir í Söngskólanum Domus Vox og afhenda stjórn Vox feminae í hendur nýs stjórnanda. Því leitum við nú að metnaðarfullum og kröftugum stjórnanda til að leiða kórinn í nýjum og spennandi verkefnum.