Vox Feminae heldur tvenna örtónleika í Akranesvita á Vökudögum, laugardaginn 7. nóvember kl. 17 og aftur kl. 18. Lagavalið tengist staðsetningunni og má búast við einstaklega rómantískum efnistökum. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir. 

Aðgangur er ókeypis.