Vox feminae, ásamt glæsilegum hópi tónlistarfólks, tekur þátt í styrktartónleikum Ástusjóðs sem haldnir verða í Norðurljósasal Hörpu þriðjudaginn 10. nóvember kl. 20. 

Ástusjóður var stofnaður til minningar um Ástu Stefánsdóttur lögfræðing sem lést af slysförum sumarið 2014 í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð. Markmið sjóðsins er að efla nýjungar og nýsköpun björgunarsveita í þeim tilgangi að auðvelda leit þar sem aðstæður eru erfiðar. 

Úrval listafólks kemur fram á tónleikunum:

Aurora og Vox feminae ásamt Svönu Víkingsdóttur og Margréti Pálmadóttur,
Kammerhópurinn Elektra Ensemble,
Samuel Jón Samúelsson big band,
Tómas Einarsson  og Sigríður Thorlacius og
Valdimar og Ásgeir úr hljómsveitinni Valdimar

Hægt er að kaupa miða hér:  https://www.tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/2249