Að vanda tekur Vox feminae þátt í árlegum styrktartónleikum Caritas Ísland sem að þessu sinni eru til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Tónleikarnir verða í Kristskirkju sunnudaginn 21. nóvember kl. 16. Auk Vox feminae og Stúlknakórs Reykjavíkur koma fram einsöngvararnir Kristján Jóhannsson og Hulda Björk Garðarsdóttir og glæsilegur hópur hljóðfæraleikara. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir.

Hægt er að kaupa miða hjá kórnum í síma 863 4404, á Miði.is og við innganginn. Miðaverð er 3.000 krónur.