Vox feminae heldur trúarlega tónleika í tengslum við allra heilagra messu líkt og mörg undanfarin ár. Tónleikarnir, O magnum mysterium,  eru í Kristskirkju Landakoti, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20:30 og Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 20:30. Einnig mun kórinn syngja við og eftir messu í Reykholtskirkju í Borgarfirði sunnudaginn 7. nóvember kl. 14.
Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét J. Pálmadóttir.
Auk Vox feminae kemur Stefán S. Stefánsson saxófónleikari fram á tónleikunum.

Á tónleikunum flytur kórinn sína uppáhaldstónlist, undurfögur trúarleg verk frá endurreisnartímanum, m.a. eftir tónskáldin Palestrina, Orlando di Lasso og Tomás Luis de Victoria. Auk þeirra flytur kórinn tvö sálma eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem þótt nýir séu bera með sér stílbragð liðins tíma.

Á tónleikunum mun Margrét J. Pálmadóttir, kórstjóri árita ný útkomna bók Vox feminae, da capo, en henni fylgir geisladiskur með nokkrum af fallegustu lögum kórsins af eldri upptökum.

Miðaverð er kr. 2.000.-
Forsala aðgöngumiða er hjá kórfélögum og í síma 863 4404.