Hörpur og strengir
Tónleikar Vox feminae í Seltjarnarneskirkju
sunnudaginn 2. apríl kl. 20:30

 

Kvennakórinn Vox feminae heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 2. apríl næstkomandi klukkan 20:30 sem bera yfirskriftina Hörpur og strengir. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af klassískum evrópskum og íslenskum verkum, allt frá 17. öld fram til okkar daga, eftir til dæmis Bach, Brahms, Grieg, Gjeilo, Hildigunni Rúnarsdóttur og Tryggva M. Baldvinsson.

Með kórnum kemur fram glæsilegur hópur tónlistarkvenna, eða þær:

Guðný Einarsdóttir, orgel/píanó
Bryndís Björgvinsdóttir, selló
Elísabet Waage, harpa
Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla
Ásdís H. Runólfsdóttir, víóla
Laufey Sigurðardóttir, fiðla

Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét J. Pálmadóttir.

Forsala aðgöngumiða er hafin hjá kórfélögum og í síma 863 4404. Einnig má senda póst á netfangið voxfeminae@voxfeminae.is.

Miðaverð í forsölu er kr. 3.500,- en kr. 4.000,- á tónleikastað.