Á þessum einkennilegum tímum, þegar hvorki er hægt að æfa saman né syngja fyrir áhorfendur, þá höfum við í Vox feminae notað tímann til að uppfæra vefinn okkar. Sá gamli var kominn til ára sinna og uppfyllti engan veginn nútíma kröfur og því fögnum við nýjum og tæknilega fullkomnum vef.

Á vefnum geta áhugasamir fengið upplýsingar um kórinn, kynnt sér sögu hans og nálgast útgefið efni.  Á vefnum er einnig lokaður hluti sem kallast Kirnan, sem eingöngu kórfélagar hafa aðgang að. Þar getum við kórfélagar nálgast allar upplýsingar á einum stað.

Vinnu við vefinn er engan veginn lokið, enda er vefur lifandi fyrirbæri sem taka þarf stöðugum breytingum.  Hér munum við að sjálfsögðu láta vita þegar við getum aftur sungið fyrir okkar þakklátu áheyrendur – og við bíðum spenntar eftir því að sá dagur renni upp!