Starf Vox feminae er komið í fullan gang eftir jólafrí og margt spennandi framundan hjá kórnum nú á vorönn.

Aðal viðfangsefni okkar á vorönninni eru æfingar á nýrri messu sem Bára Grímsdóttir er að semja fyrir kórinn og hún er þessa dagana að leggja síðustu hönd á. Kórinn frumflutti tvo fyrstu kafla messunnar á Háskólatónleikum síðastliðið vor en þrír nýjir kaflar bíða nú æfinga. Stefnt er að því að flytja messuna í maí.  Þar fyrir utan mun Vox feminae taka þátt í tónleikum allra kóra Domus Vox sem haldnir verða í Norðurljósasal Hörpunnar á sumardaginn fyrsta.

Frekari fréttir af starfsemi Vox feminae verða birtar hér á vefnum þegar fram líða stundir.