Tónlistarkonurnar Cell 7, Ellen Kristjáns, Sunna Gunnlaugs, Mammút, Lay Low, Ragga Gröndal, Myrra Rós, Hafdís Huld, VÖK, Ragnhildur Gísladóttir, Greta Salóme og Lay Low flytja eigin tónlist. Caput, Vox feminae, Sinfónuhljómsveit áhugamanna, félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hljómeyki flytja verk eftir Þórunni Grétu, Báru Gríms, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jórunni Viðar og Önnu Þorvalds.

KÍTÓN er fyrsta félag tónlistarkvenna sem stofnað er á Íslandi þvert á tónlistarstrauma, bakgrunn og menntun og hefur nú annað starfsár sitt með uppskeruhátíð í Hörpu. Tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal tónlistarkvenna.

Hægt er að kaupa miða hér: http://harpa.is/dagskra/tonafljod