Vox feminae syngur við útvarpsguðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 23. febrúar kl. 11. 

 

Biblíudagurinn verður haldinn hátíðlegur 23. febrúar. Þá verður útvarpað guðsþjónustu frá Fella- og Hólakirkju þar sem nýráðinn framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, prédikar. Séra Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari. Organisti er Guðný Einarsdóttir en kvennakórinn Vox Feminae syngur. Benedikta Waage og Ólöf Margrét Snorradóttir lesa ritningartexta dagsins. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir.

Í tilefni konudagsins verður vöfflukaffi að lokinni guðsþjónustu sem karlmenn úr sóknunum sjá um.

Allir hjartanlega velkomnir.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um messuna hér:  http://kirkjan.is/fellaogholakirkja/