Það er Vox feminae mikill heiður að fá tækifæri til að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Eldborg í Hörpu í kvöld og annað kvöld. Verkefnið eru Pláneturnar eftir Gustav Holst, eitt glæsilegast hljómsveitarverk 20. aldar. Stjórnandi er Rumon Gamba. Þetta er í annað sinn sem Vox feminae tekur þátt í flutningi þessa verks, en það var síðast sett upp árið 1998.

Þótt kórkafli verksins sé ekki langur, þá er hann flókinn og viðkvæmur í flutningi. Vox feminae hefur því æft stíft fyrir þennan hápunkt vetrarstarfsins og við erum staðráðnar í að standa okkur með prýði. Verkið er skrifað fyrir kvennakór “í fjarska” og því verður kórinn staðsettur að tjaldabaki og sést ekki meðan á flutningi verksins stendur.

Uppselt er á tónleikana í kvöld, en enn er hægt að fá miða annað kvöld (http://www.sinfonia.is/tonleikar/2011/11/3/nr/1055) 

Þeir sem ekki komast á tónleikana geta einnig hlýtt á beina útsendingu á Rás 1 kl. 19:30 í kvöld.