Aðventutónleikar Domus Vox

"Yfir fannhvíta jörð" er yfirskrift glæsilegra aðventutónleika allra kóra sönghússins Domus Vox í Hallgrímskirkju þann 9. desember næstkomandi. Haldnir verða tvennir tónleikar, kl. 18 og kl. 20:30, en uppselt er á seinni tónleikana.…

Caritas tónleikar í Kristskirkju

Að vanda tekur Vox feminae þátt í árlegum styrktartónleikum Caritas Ísland sem að þessu sinni eru til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Tónleikarnir verða í Kristskirkju sunnudaginn 21. nóvember kl. 16. Auk Vox feminae og Stúlknakórs…

Tónleikar í Kristskirkju og Hafnarfjarðarkirkju

Vox feminae heldur trúarlega tónleika í tengslum við allra heilagra messu líkt og mörg undanfarin ár. Tónleikarnir, O magnum mysterium,  eru í Kristskirkju Landakoti, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20:30 og Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn…

da capo – ljósmyndabók Vox feminae

Á kvenréttindadaginn þann 19. júní kemur út ljósmyndabókin „da capo‟. Meginstef hennar eru portrettmyndir af kórkonum í Vox feminae ásamt minningabrotum úr kórstarfinu og hugleiðingar kórfélaga um hlutverk söngsins í lífi…

Brindisi – æfingar í fullum gangi!

Hefðarmeyjarnar í Vox feminae eru komnar í síðkjólana og með grímurnar á loft! Allt er að verða tilbúið fyrir glæsilega óperutónleika í Íslensku óperunni. Við minnum á að miðasala er nú hafin á www.opera.is og www.midi.is. Hvetum…

Vox feminae í Íslensku óperunni 12. og 13. maí 2010

Frábærir tónleikar sem enginn má láta framhjá sér fara!

Vox feminae heimsækir Suðurland

Helgina 13. – 14. mars ætlar Vox feminae í æfingabúðir í Skálholti.  Íbúum Suðurlands gefst kostur á að hlýða á söng kórsins tvisvar sinnum á sunnudaginn, annars vegar í messu í Skálholtskirkju kl. 11 og hins vegar í…

Starf vorannar að hefjast

Vox feminae óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar liðnu árin! Æfingar á vorönn hefjast miðvikudaginn 13. janúar. Mjög spennandi verkefni eru framunandan og verður sagt nánar frá þeim hér á síðunni þegar nær dregur…

Vox feminae syngur á Frostrósa tónleikum

Vox feminae mun syngja á Frostrósa tónleikum í Laugardalshöll þann 12. og 13. desember. Stúlknakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóstbræður syngja einnig á tónleikunum með glæsilegum hópi einsöngvara sem þar koma fram. Þetta…

Hátíð er ný

"Hátíð er ný" er yfirskrift tíundu aðventutónleika kóra Margrétar J. Pálmadóttur sem haldnir verða í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 20 og föstudaginn 11. desember kl. 20.   Á tónleikunum koma fram 180 söngkonur á…

Vox feminae í Breiðstræti á Rás 1

Vox feminae hvetur alla til að hlusta á þáttinn Breiðstrætið á Rás 1 kl. 14:03 í dag þriðjudaginn 1. desember. Klukkutíma jólaþáttur þar sem Vox feminae sem tekinn var upp í Langholtskirkju síðastliðinn föstudag. Kórinn…

Súkkulaði og söngur

Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20:00 heldur Vox feminae skemmti- og fjáröflunarkvöld í Domus Vox. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en innifalið er söngur, kaffi og súkkulaðikaka. Einnig verður markaðstorg þar sem í boði verða margir…